Heilsa og líðan Íslendinga á tímum kórónuveiru

updated: 05-2021


Á þessum rafræna kynningarfundi verða kynntar nýjustu niðurstöður úr vöktun Embættis landlæknis á heilsu og líðan Íslendinga. Farið verður yfir niðurstöður mælinga á andlegri og líkamlegri heilsu karla og kvenna frá þeim tíma sem fyrsta bylgja kórónuveirufaraldursins reis sem hæst hér á landi og þær niðurstöður bornar saman við næstu mánuði á eftir. Einnig eru niðurstöður bornar saman við sömu mælingar árið 2019. Þá verður fjallað um þróun streitu, einmanaleika, svefns og ölvunardrykkju meðal karla og kvenna frá mars og fram í ágúst 2020 samanborið við sama tímabil í fyrra.

Dagskrá:
12:00 Ávarp: Alma D. Möller, landlæknir
12:10 Heilsa og líðan Íslendinga – kynning á niðurstöðum vöktunar EL: Dóra G. Guðmundsdóttir, sviðstjóri Lýðheilsusviðs